Kynfræðsla

Þetta eru svo sannarlega sjokkerandi tölur. Í minni skólagöngu fékk ég sama og enga kynfræðslu þ.e. mér var kennt lauslega um gerð og virkni kynfæranna í 9. bekk.

Mér finnst að læknir, læknanemi, hjúkka eða hjúkrunarfræðinemi ætti að koma í skólann og kenna krökkunum um þetta, það er ekkert smá vandræðalegt að spyrja kennarann sem þú hittir á hverjum einasta degi spurningar um kynlíf! Þegar ég var á fyrsta ári í menntó þá kom ástráður (samtök læknanema um kynfræðslu) og talaði við okkur. Að mínu mati þá ætti ástráður að koma mun fyrr. Ég geng nú ekki það langt að segja að 6 ára börn ættu að vera í kynfræðslu ásamt því að læra stafrófið (reynum að halda aðeins í æskuna!!) en byrja ætti að tala um þetta snemma. Kannanir sýna að unglingar byrji að stunda kynlíf fyrr og fyrr, kannski með smá fræðslu gætum við komið þessu aftur á eðlilegt ról?

Mamma mín gerði svolítið sem mér fannst alveg frábært, hún fór og keypti bók sem heitir "Hvað er málið?" og ég gat svo dundað mér að lesa hana. Þessi bók er um allt frá sjálfsímynd til kynlífs til áfengis og vímuefna. Svona fræddi hún mig og við sluppum við vandræðaleg samtöl. Eftir lestur þessarar bókar fór ekkert á milli mála að smokkurinn var mikilvægur, HIV og herpes væru ólæknanlegir sjúkdómar og klám væri ekki rétt mynd af kynlífi.

Ég hvet alla eindregið að kaupa þessa bók handa unglingunum sínum ef þeim finnst þau ekki geta talað við unglinginn sjálf. 

Hér er linkurinn að ástráði: http://www.astradur.is/ 


mbl.is 70 prósent töldu herpes læknanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband