Iceland Express er ekki Djöfullinn endurholdgaður í öllum tilfellum

Ég hef ágætis reynslu af IE hvað seinkanir varða, ég flaug með fyrirtækinu fyrst fyrir um mánuði síðan og fluginu seinkaði um einhverja 9 tíma. Ég hringdi upp á skrifstofuna og sagði að ég ætlaði að vera einhverjar 2 nætur í Köben og það að missa 9 tíma væri full mikið af því góða, bað dömuna í símanum fallega að koma á móts við mig og færa mig yfir á kvöldflugið frá Köben (ca 9 tíma munur á morgun og kvöld flugi). Ekkert mál allt frábært og þetta henntaði mér jafnvel enn betur þar sem vinirnir sem ég var að hitta hefðu í fyrsta lagi komið á eftir mér til Köben (ca. 4 tímum) og ætluðu að fara upp úr 6 frá Köben og ég þurfti að vera komin út á flugvöll kl. 6:30.

Eða með öðrum orðum voru þau hjá IE mjög liðleg og buðu mér meira að segja eina nótt til viðbótar ef ég hefði viljað. 


mbl.is Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl vert þú

Ég er þér sammála að við (og fjölmiðlar) ættum að láta það vera að ráðast eins og gammar á IE þó að einhverjir erfiðleikar virðist vera hjá þeim núna. Ég hef flogið mikið með þeim síðan þeir byrjuðu og hef ekki oftar haft ástæðu til að kvarta yfir þeim meira en hjá Flugleiðum.

Við megum heldur ekki gleyma því hvernig ástandið var áður en IE byrjaði að fljúga til og frá Íslandi og Flugleiðir voru einir um markaðinn. Eftir að IE kom til sögunnar þá hef ég verið að fljúga Köben/Stockholm til Keflavíkur fyrir 20-40 þús. ISK.

Til samanburðar má geta þess að þegar ég flutti til Svíþjóðar árið 1992 þá buðu Flugleiðir mér miða í mars þ.e. utan ferðamannatíma á 80 þúsund krónur. Með einhverju afsláttarbruggi var hægt að koma honum niður í 60 þúsund. Og þegar ég skýrði frá því að ég ætlaði bara að kaupa aðra leiðina þá fékk ég svarið; nei litli vinur, svoleiðis miða seljum við ekki. Kaupa báðar leiðir takk!

Á þessum tíma gat maður líka séð að Flugleiðir voru að bjóða flug milli Evrópu og Ameríku á mun minna verði en miðinn kostaði Ísland-Evrópa og að sjálfsögðu harðbannað að hoppa úr eða um borð í Keflavík. Þeir voru í harðri samkeppni þar við önnur flugfélög og létu okkur Íslendinga niðurgreiða Ameríkuflugið.

Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda ef Flugleiðir fá aftur einokunaraðstöðu á flugi til og frá Íslandi.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband