Svona menn á að skjóta

Það er ekkert eins ófyrirgefanlegt og nauðgun sérstaklega þegar lítið barn á í hlut. Svona menn á að dæma í fangesli og helst hleypa þeim aldrei út aftur.

Í svona málum er ég mjög fylgjandi dauðarefsingu.


mbl.is Vægur dómur yfir hópnauðgurum vakti mikla reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

*dæs*

Enn og aftur kemur upp dauðarefsingarhjalið þegar fólk verður reitt.

Enn og aftur þarf að minna á að vandinn við dauðarefsingu ER EKKI sá að enginn eigi þær skilið. Það er fullt af fólki sem á það skilið og ég skal ábyrgjast að hellingur foreldra fórnarlamba morðingja vilja dauðarefsingu.

Það er ekkert mál að vera hlynntur dauðarefsingu í prinsippinu án þess að hugsa aðeins út í hvernig nákvæmlega ætti að búa utan um kerfi sem innihéldi dauðarefsingu. Í fyrsta lagi eru engir dómstólar fullkomnir, og mistök munu gerast. Það er engin spurning, er óhjákvæmilegt. Þegar saklaus maður er í fangelsi er þó allavega hægt að hleypa honum aftur út. Ennfremur er SKELFILEGA hætt við því að þegar dómur fellur í ljótu máli, þá vilji fólk, hvort sem það eru dómarar eða kviðdómarar, ólmir finna sökudólg. Þetta eru vandamálin við dauðarefsingu, ekki sá að enginn eigi skilið dauðarefsingu.

Ofan á þetta, er vandamál við að framfylgja dómnum. Að hanga á dauðadeild árum saman er nefnilega jafnvel ennþá ómannúðlegra en dauðarefsingin sjálf, því það er líf án nokkurrar vonar, án nokkurrar framtíðar af nokkru tagi. Ennfremur þarf að halda þessu fólki í algeru hármaks-öryggi sem kostar óheyrilega peninga og er í þokkabót áhættusamt fyrir réttlætið eitt og sér þar sem alltaf væri tilhneyging til að hýsa hættuminni glæpamenn þar líka... sem hefur þá haft með sér óþarfa refsihörku fyrir aðra.

Allt kerfið, og hugmyndir um réttarfar, þarf að endurskoða ef taka á upp dauðarefsingar. Þær eru bara ekki þess virði, sama hversu mikið fólk á það skilið.

Svo er auðvitað hitt að það er hluti af siðmenningu að það eru takmörk fyrir því hversu langt við göngum í hefnd sem samfélag. Við myndum til dæmis aldrei dæma mann til þrælkunar eða pyntingar, svo dæmi sé tekið, þó fólk eigi það skilið. Það, eins og dauðarefsingin, er spurning um hvort við ætlum að kalla okkur siðmenntað samfélag eða ekki.  Það eru ákveðnir hlutir sem við eigum einfaldlega ALDREI að gera, helst þá hörðustu refsingar á borð við pyntingar, þrælkun og... jújú, dauða.

"In our grief, as we act, let us not become the evil that we deplore."

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 12:19

2 identicon

Ah, gleymdi einum punkti varðandi þetta að halda þeim á dauðadeild árum saman. Það er mótsögn milli heilbrigs réttarfars og að gera það:

Því lengur sem við höldum dæmdum inni á dauðadeild, því lengri tíma hafa þeir til að afsanna sekt sína eða fá dóm sinn mildaðan af einhverjum ástæðum.

En því lengur sem þeir eru inni, því lengra erum við að halda fólki í einangrun og vonleysi. Sama hversu mikið manneskjan iðrast, það er engin von... sumsé, því lengri tíma sem við tökum í að taka fólk af lífi, því ómannúðlegri er refsingin.

En hér er gallinn; því FYRR sem við tökum fólkið af lífi,  því hættara er við að ekki takist að kynna mikilvæg sjónarmið í málinu, þegar reiðin er runnin af almenningi og dómurum, og jafnvel ný sönnunargögn komin fram (sem getur alltaf gerst og hefur ítrekað gerst þar sem dauðarefsing er við lýði, t.d. í Bandaríkjunum).

Sumsé, ef við lengjum dauðagönguna, þá erum við að herða refsinguna sjálfkrafa umfram það sem getur mögulega talist mannúðlegt. Ef við styttum hana, erum við að ganga á réttarfarsleg mannréttindi.

Það er bara einfaldlega ekki hægt að halda réttlátt dómskerfi meðfram dauðarefsingu! Það er sama hvurslags hrylling menn eru svona reiðir yfir, vandinn við dauðarefsingu ER EKKI sá að menn eigi hana ekki skilið, og það á ekki að tala um dauðarefsingu á þeim forsendum einum hvort menn eigi hana skilið eða ekki. Það er algerlega út fyrir efnið ef það er verið að ræða þetta í alvöru. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 12:23

3 Smámynd: Ragnheiður Anna Þórsdóttir

Að sjálfsögðu var þetta sagt í reiði en ég hef lennt í þessari umræðu dauðarefsing vs. lífstíðarfangesli (og þá meina ég þar til þú deyrð) og er almennt ekki sérlega hrifin af dauðarefsingu (þótt mér þyki lífstíðarfangelsi líka ómannúðlegt). Hinsvegar er nauðgun jafn slæm og morð, að mínu mati.

Sálræn eftirköst eru gífurleg, m.a. er þunglyndi mjög algengt. Bendi á Breiðavíkurmálið. Nauðgun getur leitt til sjálfsvígs og mér finst að þá ætti þetta brot að flokkast sem morð.

Ég geri ekki ráð fyrir því að þú skiljir hvað þetta er skelfilegur glæpur annars myndiru ekki vera að tala niður til mín og deila réttlátri reiði minni.

Hinsvegar eiga allar skoðanir rétt á sér og ég ætla að standa og falla með minni skoðun að svona menn eiga að vera skotnir.

Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 13.6.2008 kl. 15:30

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég er beggja blands í þessum málum. Dauðarefsing gerir alla þjóðina að morðingjum sé saklaus maður tekinn af lífi, en það er fátt ógeðfelldara en þessi verknaður.

Ég held að Helgi vinur minn sé reyndar ekki að tala niður til þín, enda veit ég að sá drengur, sem er ekki aðeins skarpgreindur, er líka tilfinningavera og þykir þetta jafn ógeðfellt og mér og þér, þetta er samt sem áður spurning um rökrétta niðurstöðu og ígrundaðan dóm, þar sem bræði og aðrar tilfinningar spila réttláta niðurstöðu úr kortinu.

Ég verð alltaf mjög reiður þegar ég heyri af svona málum. Það breytir því ekki að ég er á móti dauðarefsingum, þó ég myndi vissulega í bræði minni skjóta mann og annan ef ég kæmi að einhverjum óþverra í slíkum verkum við guðbörn mín.

Ég hygg hinsvegar að það séu til sterkari refsingar sem ekki innihalda réttarmorð. Til að mynda þrælkun í grjótnámi til lífstíðar. 16 tímar á dag (að frátöldum 15 mínútna matarpásum uppá fátæklegt en hollt fæði, svo kostnaður sé ekki og mikill og helvítið fái að bera píslir í sem lengstan tíma,) hlekkjaður, með þunga sleggju, hlekkjaður í grjótnámu, til dauðadags. 

Eins mætti koma með aðrar góðar lausnir, sbr rotþróahreinsun og annað í þeim dúr.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.6.2008 kl. 16:01

5 identicon


Sko, nauðgun er ekki morð. Skelfilegur glæpur, vissulega. Ég myndi hinsvegar segja að morð sé alls ekki það versta sem sé hægt að gera, en við getum ekki bara endurskilgreint orðið til að þýða eitthvað annað en "meðvitað og viljandi manndráp". Það að nauðgun sé jafn slæmur glæpur og morð, breytir ekki hvað orðið "morð" þýðir.

Afsakið ef ég tala niður til þín, en satt best að segja nenni ég ekki að pæla í því hvernig hlutirnir koma út, og stundum er sannleikurinn hrokafullur og niðurlægjandi. Mér er alveg sama þó þú talir niður til mín til baka, líka. En það gerirðu svolítið með því að láta eins og að mér finnist nauðgun vera eitthvað minni glæpur en þér finnst. Það er ekki málið.

Og vandinn við dauðarefsinguna er ennþá sá sami. Ég var ekki að segja að menn ættu þetta ekki skilið, né er neitt í því sem ég var að segja, að benda til þess. Vandamálin við dauðarefsinguna er að það er ekki mögulegt að útfæra hana með viðunandi hætti, nema það teljist viðunandi að taka burt mannréttindi. Ég ítreka, undirstrika og feitletra að ég er sammála þér um vandamálið, og sammála þér um að svona menn "ætti" að skjóta, ég er bara algerlega á móti því að það sé gert hérna í alvöru alvörunni, af fyrrgreindum ástæðum.

En ef þú setur línuna fyrir dauðarefsingu fyrir morð og nauðgun, hvernig ætlarðu að svara þeim sem vill dauðarefsingu fyrir dópsölu, til dæmis? Og ef þú yrðir sátt líka við það, sérðu ekki að við erum að tala um algerlega viðbjóðslegt réttarkerfi?

Ef dauðarefsing á nokkurn tíma rétt á sér, þá þurfum við að hafa staðalinn mjöööööög háan. Það má ekki vera nóg að láta okkur ímynda okkur að eitthvað sem einhver gerir gæti leitt til dauða, vegna þess að lífið sjálft leiðir til dauða. Það eitt og sér má ekki vera mælikvarðinn. Reyndar, eins og ég segi, er siðferðislegi mælikvarðinn "beside the point", eins og þeir segja vestanhafs, vegna þess að ég er ekki á móti dauðarefsingu vegna þess að mér finnist svo vænt um menn sem gera svona lagað.

Reiði þín sýnir bara að þú ert góð manneskja. En reiði er lélegur dómari og vonlaust vitni, sama hversu réttlát hún er.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 03:41

6 Smámynd: Ragnheiður Anna Þórsdóttir

Reyndar alveg sammála þér í flestu og undirstrika ætti partinn, svona menn ætti að skjóta. Spurningin vaknar samt um það hvort ég væri tilbúin að gera það sjálf eða hvort ég vilji lífa í samfélagi sem stundar "löglegt morð", það geri ég ekki.

Ég þekki tvær stelpur sem svona hefur komið fyrir, önnur var misnotuð sem barn og hinni nauðgað þegar hún var 17 ára gömul. Báðar geta illa sofið, sú fyrri út af martröðum og sú síðari liggur andvaka á nóttunni en sefur á daginn. Sú fyrri hefur ekki farið í meðferð út af þessu og er mjög þunglynd og hefur gert tilraunir til sjálfsvígs sú síðari er í meðferð og er farin að geta sofið á nóttunni.

Ég þekkti þá 17 ára gömlu áður en þetta kom fyrir og breitingin var hrikaleg, hún kvaldist í rúmlega ár en þá ákvað hún að fara til sálfræðings og ég er aftur farin að sjá vinkonu mína eins og hún var fyrir atburðinn. Nú eru 2 ár síðan þetta gerðist og í millitíðinni hefur hún hætt í skóla, helst ekki í vinnu og legið í rúminu með dregið fyrir gluggana. Hún gat ekki farið út eftir að sólin settist út af hvíða og fékk stundum ofsahræðsluköst þegar henni fanst strákar vera að "horfa á sig á ákveðinn hátt".

Ég ætla ekki að fara dýpra í þetta en ég vona að þetta útskýri reiði mína og það að ég tali niður til fólks (sem er ekki ætlunin) sem ég held að þekki ekki afleiðingar nauðgunar á sálarlíf fórnarlambsins. 

Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 16.6.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband